Verðlagning á OpenShot Cloud API styðst við SAAS-líkan, mjög áþekkt því hvernig Amazon verðleggur tilvik netþjóna. Þú borgar einungis fyrir þær klukkustundir sem þú keyrir hvert tilvik. Stoppaðu hvenær sem er, án fyrirfram-skilgreindra kvaða. Rukkanir eru meðhöndlaðar sjálfvirkt af Amazon í lok hvers mánaðar... byggt á þeim klukkustundum sem tilvik voru í gangi. Flestir samkeppnisaðilar verðleggja eftir hverri mínútu af myndgerðum myndskeiðum, en slík kostnaðarlíkön eru mjög dýr og er erfitt að kvarða fyrir breytta notkun. Með OpenShot Cloud API, ertu með lágan, flatan taxta á klukkustund, burtséð frá því hve mörg þúsund mínútur þú ert kannski að myndgera.
Verðin byrja í $0.15 / tilviks-klukkustund (um það bil $108/mánuði USD ef í stöðugri keyrslu), það er án kostnaðar við keyrslu Amazon EC2 netþjóna.
Hagnaður af OpenShot Cloud API er notaður af OpenShot Studios, LLC til þróunar á OpenShot Video Editor, verðlaunuðum hugbúnaði til vinnslu myndskeiða. Þannig að þú ert ekki einungis að vinna myndskeið í tölvuskýi, þú ert líka að styðja við opinn og frjálsan hugbúnað, sem notaður er af fólki út um víða veröld!